• mán. 23. mar. 2020
  • eFótbolti

Ísland leikur í undankeppni eEURO 2020 í dag

Íslenska landsliðið í PES leikur í undankeppni eEURO 2020 í dag, en þá fer síðari umferð riðilsins þess fram.

Liðið er með Rússlandi, Austurríki, Póllandi og Ísrael í riðli.

Fyrsti leikur dagsins er gegn Rússlandi og hefst hann kl. 16:00, en allir leikir dagsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og má finna hana á Stöð 2 Sport 4.

Hér er hægt að sjá stutt viðtal við Aron Ívarsson, fyrirliða liðsins:

Viðtal

Leikir dagsins

Ísland - Rússland kl. 16:00

Ísland - Austurríki kl. 18:00

Ísland - Pólland kl. 19:00

Ísland - Ísrael kl. 20:00.