• þri. 24. mar. 2020
  • eFótbolti
  • Landslið

Ísland mætir Rúmeníu í FIFA 20 fimmtudaginn 26. mars

Ísland og Rúmenía munu leika vináttuleiki í FIFA 20 fimmtudaginn 26. mars, en það er einmitt dagurinn sem A landslið þjóðanna áttu að mætast í umspili undankeppni EM 2020.

Leikirnir hefjast kl. 16:30, en Aron Þormar Lárusson og Jóhann Ólafur Jóhannsson, sem léku með landsliði Íslands í PES í undankeppni eEURO 2020, munu skipa lið Íslands í leiknum.

Leiknir verða fjórir leikir.

Bein útsending verður frá leikjunum á nýrri Twitch síðu KSÍ.

Twitch síða KSÍ