• fim. 26. mar. 2020
  • Landslið
  • A karla

Miðamál vegna leik Íslands og Rúmeníu

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Miðakaupendur geta óskað eftir endurgreiðslu á miðum á leik Íslands og Rúmeníu í umspili undankeppni EM sem átti að fara fram 26. mars, en frestur til þess er til og með mánudagsins 6. apríl.

Áætlað er að leikur Íslands og Rúmeníu í umspili fyrir EM A landsliða karla fari fram á Laugardalsvelli fimmtudaginn 4. júní nk.

Miðakaupendur sem vilja halda sínum miðum þurfa ekki að gera neitt og halda einfaldlega sínum upprunalegu miðum/sætum.

Miðakaupendur sem vilja fá miðana endurgreidda geta haft samband við KSÍ í tölvupósti á midasala@ksi.is.