• mán. 04. maí 2020
  • Dómaramál

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara þriðjudaginn 12. maí

Grunnnámskeið fyrir aðstoðardómara verður haldið þriðjudaginn 12. maí í höfuðstöðvum KSÍ 3. hæð og hefst það kl. 18:00.

Frosti Viðar Gunnarsson, fyrrverandi FIFA aðstoðardómari, mun fara yfir ýmis lykilatriði í aðstoðardómgæslunni.

Þetta er tíunda árið í röð sem þetta námskeið er haldið og hvetjum við þá sem ekki hafa mætt til þessa að láta sjá sig.

Námskeiðið er ætlað öllum starfandi aðstoðardómurum sem áhuga hafa á því að bæta sig í starfi.

A.t.h. hámarksþátttaka á hverju námskeiði er 25 manns og einungis þeir sem hafa skráð sig á netfangið magnus@ksi.is, og fengið staðfestingu á þátttöku, fá að sitja námskeiðið.