• fös. 26. jún. 2020
  • A karla
  • Landslið

A karla - Uppfærðir leiktímar í Þjóðadeildinni

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

UEFA hefur tilkynnt um uppfærða leiktíma í Þjóðadeildinni, en breyting verður á leikjum Íslands í október og nóvember.

Ljóst er að A landslið karla leikur því þrjá leiki í október og mögulega í nóvember líka, ef liðið kemst í úrslit umspils EM 2020.

Ísland mætir Rúmeníu 8. október í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2020 og hefur eftirfarandi leikjum því verið breytt:

Ísland - Danmörk er nú 11. október og hefst hann kl. 18:45

Ísland - Belgía er nú 14. október og hefst hann kl. 18:45.

Úrslitaleikur umspilsins fyrir EM 2020 fer síðan fram 12. nóvember og hefur eftirfarandi leikjum því verið breytt:

Danmörk - Ísland er nú 15. nóvember og hefst hann kl. 19:45

England - Ísland er nú 18. nóvember og hefst hann kl. 19:45