Leikjum í 3. flokki frestað
Í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda hefur KSÍ ákveðið að fresta öllum leikjum í 3. flokki karla og kvenna sem fram eiga að fara til og með 5. ágúst, líkt og þegar hefur verið gert í meistaraflokki og 2. flokki. Aðildarfélögum KSÍ hefur verið tilkynnt um þetta með tölvupósti þar sem fram kemur einnig að nánari upplýsingar um framvindu mála verða tilkynntar síðdegis þriðjudaginn 4. ágúst.



.jpg?proc=760)



.jpg?proc=760)

