• fim. 26. ágú. 2021
  • COVID-19
  • Mótamál

Eins metra regla fellur niður og veitingasala heimiluð

Ný sóttvarnareglugerð tekur gildir 28. ágúst næstkomandi og gildir til 17. september.  Meðal þess sem fram kemur á vef Stjórnarráðsins um reglugerðina er að eins metra regla fellur niður meðal áhorfenda á íþróttaviðburðum og að veitingasala verði heimiluð í hléum á íþróttaviðburðum.

Af vef Stjórnarráðsins:

Samkomutakmarkanir frá og með 28. ágúst til 17. september

  • Áfram verður miðað við 200 manna fjöldatakmarkanir, 1 metra nálægðartakmörkun og almenna grímuskyldu.
  • Íþróttir: Iðkendur mega vera 200 manns á íþróttaæfingum og -keppnum.
  • Eins metra regla fellur niður meðal áhorfenda á íþróttaviðburðum og í sviðslistum.
  • Veitingasala heimiluð í hléum á íþróttaviðburðum og sviðslistum.
  • Skráningarskylda: Á öllum viðburðum verður skylt að skrá gesti í sæti, líkt og á veitingastöðum, í samræmi við ákvæði reglugerðar.

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins