• þri. 08. sep. 2020
  • Landslið
  • A karla

Tap í Belgíu

Ísland tapaði 1-5 gegn Belgíu í öðrum leik liðsins í Þjóðadeild UEFA. Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði mark Íslands.

Ísland byrjaði leikinn frábærlega og strax á 5. mínútu kom fyrsta færi liðsins. Birkir Bjarnason átti þá frábæra fyrirgjöf á Hólmbert Aron, en skalli hans fór yfir mark Belga. Það var svo aðeins fimm mínútum síðar sem Hólmbert Aron skoraði fyrsta mark leiksins með skoti fyrir utan teig. Skotið fór af Jason Denayer, í slánna og stöngina og í netið. Glæsilegt mark.

Það tók Belga aðeins þrjár mínútur að jafna leikinn. Dries Mertens átti þá aukaspyrnu sem Ögmundur Kristinsson varði. Axel Witsel var hins vegar fyrstur til að taka frákastið og staðan orðin jöfn. Fjórum mínútum síðar höfðu Belgar tekið forystuna. Þar var að verka Michy Batshuayi eftir að Ögmundur hafði varið skot Witsel. Þrjú mörk á sjö mínútna kafla og staðan orðin 2-1.

Leikurinn var nokkuð rólegur eftir þetta, en Arnór Sigurðsson átti ágætist skot á markið sem Koen Casteels varði. Staðan því 2-1 í hálfleik.

Dries Mertens skoraði þriðja mark Belga í upphafi síðari hálfleiks eftir góða sókn þeirra. Emil Hallfreðsson kom stuttu síðar inn á fyrir Andra Fannar Baldursson. Belgía stjórnuðu leiknum, voru meira með boltann. Með stuttu millibili fengu Ísland hins vegar tvö ágæt færi, í bæðin skipting Albert Guðmundsson. Í fyrra skiptið varði Simon Mignolet, en í síðari skiptið fór skotið ekki á markið.

Ögmundur varði tvisvar vel með stuttu millibili, í bæði skipting frá Axel Witsel. Á 69. mínútu skoraði Batshuayi sitt annað mark í leiknum og fjórða mark Belga eftir góða sókn þeirra. Stuttu síðar komu þeir Jón Daði Böðvarsson og Mikael Neville Anderson inn á fyrir Arnór og Hólmbert Aron.

Jeremy Doku skoraði fimmta mark Belgíu þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Fátt markvert gerðist eftir markið og 5-1 sigur Belgíu því staðreynd.

Næsti leikur A landsliðs karla er gegn Rúmeníu 8. október í undanúrslitum umspils fyrir EM 2020, en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli.