• fim. 10. sep. 2020
  • eFótbolti

Úrvalsdeildin í eFótbolta farin af stað

Úrvalsdeildin í eFótbolta fór af stað á miðvikudag með tveimur leikjum.

Í fyrri leik kvöldsins mættust Aron Þormar Lárusson, Fylki, og Alexander Aron Hannesson, Keflavík. Eftir góða byrjun Aron Þormars kom Alexander Aron sterkur til baka og tókst að jafna í 3-3 í uppbótartíma. Mjög óvænt úrslit í fyrsta leik deildarinnar.

Leifur Sævarsson, LFG, og Bjarki Már Sigurðusson, Víking R, mættust í síðari leiknum. Leifur var einn af fjórum bestu leikmönnum á Íslandsmótinu í vor en hann átti erfitt uppdráttar gegn Bjarka Má sem bar sigur úr býtum 7-3. 

Hægt er að fylgjast með gangi mótsins á síðu KSÍ:

eFótbolti