• sun. 11. okt. 2020
  • Landslið
  • A karla

Tap gegn Dönum

Ísland tapaði 0-3 gegn Danmörku í Þjóðadeild UEFA, en leikurinn fór fram á Laugardalsvelli.

Leikurinn var nokkuð jafn til að byrja með, en Danir voru þó meira með boltann. Lítið var um færi í upphafi leiks, en á 10. mínútu fékk Arnór Ingvi Traustason boltann í teignum en Kasper Schmeichel ver skot hans. Alfreð Finnbogason var svo nálægt því að ná til boltansí frákastinu. Stuttu síðar þurfti Alfreð að fara af vell vegna meiðsla og í hans stað kom Jón Daði Böðvarsson inn á.

Danir héldu áfram að vera meira með boltann, en þeir áttu í vandræðum með að opna íslensku vörnina. Thomas Delaney fékk boltann á ágætum stað í teignum, en skot hans fór af varnarmanni og framhjá. Þremur mínútum síðar tók Guðlaugur Victor Pálsson góðan sprett upp völlinn og setti boltann í gegn á Jón Daða. Skot hans hægra megin úr teignum var hins vegar varið af Schmeichel.

Bæði lið sköpuðu sér lítið það sem eftir lifði hálfleiks, en Dönum tókst að skora fyrsta mark leiksins undir lok hálfleiksins. Boltinn endaði í netinu eftir darraðadans í teig Íslands. Staðan því 1-0 fyrir Dönum í hálfleik.

Ísland gerði eina breytingu á liði sínu í hálfleik. Mikael Neville Anderson kom inn á, en útaf fór Aron Einar Gunnarsson. Danir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og voru strax búnir að skora eftir aðeins eina mínútu. Eftir innkast Íslands fór boltinn óvænt í gegnum alla vörn Íslands og á Christian Eriksen, sem hleypur upp völlinn og setur hann framhjá Hannesi í marki Íslands. Aðeins fimm mínútum síðar skoruðu Danir aftur en þar var að verki Robert Skov með frábæru skoti fyrir utan teiginn.

Albert Guðmundsson kom inn á þegar um 20 mínútur voru eftir af leiknum í stað Arnórs Ingvar Traustasonar. Stuttu síðar kom Hólmar Örn Eyjólfsson inn á fyrir Ragnar Sigurðsson.

Leikurinn róaðist töluvert eftir þetta, bæði lið fengu sinn tíma með boltann en tókst ekki að skapa sér opin færi. Leikurinn endaði því með 0-3 sigri Dannmerkur.