• mán. 12. okt. 2020
  • Landslið
  • U21 karla

Ísland mætir Lúxemborg á þriðjudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

U21 árs landslið karla mætir Lúxemborg á þriðjudag í undankeppni EM 2021.

Leikurinn fer fram á Stade Émile Mayrisch í Lúxemborg og hefst hann kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Ísland er í fjórða sæti riðilsins með 12 stig eftir sex leiki á meðan Lúxemborg er á botninum með þrjú stig eftir sjö leiki.

Leikur Íslands og Ítalíu, sem fara átti fram síðastliðinn föstudag, var frestað vegna Covid-19 smits í hóp ítalska liðsins.

Dómari leiksins kemur frá Tékklandi, en hann heitir Ondrej Pechanec. Honum til aðstoðar verða þeir Petr Caletka og Adam Horak. Fjórði dómari er Ondrej Berka.

Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á vef UEFA.

Vefur UEFA