• þri. 13. okt. 2020
  • Landslið
  • U21 karla

2-0 sigur hjá U21 karla gegn Lúxemborg

U21 árs landslið karla vann 2-0 sigur gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2021, en leikurinn fór fram ytra.

Ísak Óli Ólafsson og Sveinn Aron Guðjohnsen skoruðu mörk Íslands í fyrri hálfleik.

Á sama tíma vann Ítalía 2-0 sigur gegn Írlandi. Ítalía og Írland eru á toppi riðilsins með 16 stig, Ítalía eftir sjö leiki, en Írland átta, Svíþjóð og Ísland eru svo í þriðja og fjórða sæti með 15 stig, Svíþjóð eftir átta leiki en Ísland sjö.

Riðillinn

Byrjunarliðið

Elías Rafn Ólafsson (M)

Alfons Sampsted (F)

Ísak Óli Ólafsson

Ari Leifsson

Kolbeinn Birgir Finnsson

Stefán Teitur Þórðarson

Kolbeinn Þórðarson

Andri Fannar Baldursson

Ísak Bergmann Jóhannesson

Sveinn Aron Guðjohnsen

Valdimar Þór Ingimundarson