• lau. 17. okt. 2020
  • Landslið
  • A kvenna

Hólmfríður Magnúsdóttir inn í hópinn

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hólmfríður Magnúsdóttir hefur verið kölluð inn í hóp Íslands fyrir leikinn gegn Svíþjóð 27. október.

Hún kemur inn í hópinn í stað Dagnýjar Brynjarsdóttur, en hún getur ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla. Hólmfríður hefur leikið 112 landsleiki og skorað í þeim 37 mörk.

Ísland mætir Svíþjóð þriðjudaginn 27. október og fer leikurinn fram á Gamla Ullevi í Gautaborg.

Liðin eru jöfn að stigum á toppi riðilsins með 13 stig eftir fimm leiki, en um er að ræða undankeppni EM 2022.