• mið. 18. nóv. 2020
  • Landslið
  • A karla

Byrjunarliðið gegn Englandi

Erik Hamrén, landsliðsþjálfari A karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Englandi.

Leikurinn fer fram á Wembley í London og hefst hann kl. 19:45 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá honum á Stöð 2 Sport.

Þetta er síðasti leikurinn í riðlakeppni Þjóðadeildar UEFA, en Ísland er nú þegar fallið niður í B deild. Leikurinn er einnig sá síðasti sem Erik Hamrén stjórnar liðinu í.

Byjunarliðið

Ögmundur Kristinsson (M)

Birkir Már Sævarsson

Sverrir Ingi Ingason

Kári Árnason (F)

Hjörtur Hermannsson

Ari Freyr Skúlason

Rúnar Már Sigurjónsson

Birkir Bjarnason

Guðlaugur Victor Pálsson

Jón Daði Böðvarsson

Albert Guðmundsson