• mán. 30. nóv. 2020
  • Landslið
  • A kvenna

Byrjunarliðið gegn Ungverjalandi

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið gegn Ungverjalandi.

Leikurinn er sá síðasti hjá liðinu í riðlakeppni undankeppninnar fyrir EM 2022. Takist liðinu að vinna leikinn á það góðan möguleika á að komast beint í lokakeppnina.

Bein útsending verður frá leiknum á RÚV, en hann hefst kl. 14:30 að íslenskum tíma.

Byrjunarliðið

Sandra Sigurðardóttir (M)

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir

Ingibjörg Sigurðardóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Sara Björk Gunnarsdóttir (F)

Alexandra Jóhannsdóttir

Agla María Albertsdóttir

Sveindís Jane Jónsdóttir

Berglind Björg Þorvaldsdóttir

Elín Metta Jensen