• mið. 13. jan. 2021
  • Mótamál

Leikir í Reykjavíkurmóti karla og kvenna staðfestir

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Leikir í Reykjavíkurmóti meistaraflokks karla og kvenna hafa verið staðfestir.

Leikjaniðurröðun mótanna má finna á vef KSÍ.

Reykjavíkurmótið

Fyrstu leikirnir í meistaraflokki karla fara fram laugardaginn 16. janúar. Þá mætast Leiknir R. og Þróttur R. annars vegar og Víkingur R. og Valur hins vegar.

Í meistaraflokki kvenna fara fyrstu leikirnir fram sunnudaginn 17. janúar. Þar mætast Þróttur R. og Fjölnir annars vegar og KR og Víkingur R. hins vegar.

KSÍ gaf út reglur um sóttvarnir á síðasta ári og hafa þær verið uppfærðar reglulega þegar við á. Uppfærðar reglur voru samþykktar og útgefnar 13. janúar 2021. Markmið reglnanna er hið sama og áður, að tryggja að umgjörð leikja og æfinga í knattspyrnu verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að leika knattspyrnu á Íslandi þrátt fyrir að COVID-19 sé enn við lýði í íslensku samfélagi.

Helstu breytingarnar á áður útgefnum reglum snúa að fjöldatakmörkunum. Reglur um framkvæmd leikja hafa ekki breyst og þær reglur þarf að hafa í huga við framkvæmd leikja í þeim mótum sem hefjast á næstu dögum.

Reglur KSÍ um sóttvarnir má finna á vef sambandsins. Hlekkur á þær má finna hér að neðan.

Reglur KSÍ um sóttvarnir