• þri. 26. jan. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna mætir Frakklandi, Sviss og Noregi í febrúar

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

A landslið kvenna leikur á æfingamóti í Frakklandi í febrúar og mætir þar Frakklandi, Sviss og Noregi.

Leikir Íslands fara allir fram á Stade Louis-Dugauguez í Sedan og fara þeir allir fram án áhorfenda.

Leikirnir verða fyrstu leikir Íslands undir stjórn nýs þjálfara.

Frakkland er í 3. sæti heimslista FIFA, Noregur í því ellefta, Ísland sextánda og Sviss nítjánda.

Leikir Íslands

17. febrúar - Frakkland - Ísland

20. febrúar - Ísland - Noregur

23. febrúar - Ísland - Sviss