• mið. 27. jan. 2021
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - Dregið í undankeppni EM 2023 á fimmtudag

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dregið verður í undankeppni EM 2023 hjá U21 karla fimmtudaginn 28. janúar. 

Drátturinn fer fram í höfuðstöðvum UEFA í Nyon og hefst hann kl. 11:30 að íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með honum í beinni útsendingu á vef UEFA.

Vefur UEFA

Níu riðlar verða í undankeppninni, átta með sex liðum og einn með fimm liðum, en lokakeppnin verður haldin í Georgíu og Rúmeníu. Ísland er í styrkleikaflokki þrjú, en flokkana má sjá hér að neðan.

Undankeppnin hefst í mars á þessu ári og lýkur í júní árið 2022. Þær níu þjóðir sem vinna sína riðla ásamt því liði í 2. sæti með besta árangurinn komast beint í lokakeppnina. Hinar átta þjóðirnar sem enda í öðru sæti síns riðils fara í umspil um fjögur sæti í lokakeppninni og fer það fram í september 2022.