• þri. 23. feb. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

500 dagar í EM 2022

Síðastliðinn sunnudag voru 500 dagar í fyrsta leik í úrslitakeppni EM A landsliða kvenna, sem fram fer á Englandi sumarið 2022.  Keppnin áttu upphaflega að fara fram sumarið 2021, en var eins og kunnugt er frestað um eitt ár vegna kórónaveirufaraldursins.

Leikirnir í keppninni verða alls 31 - opnunarleikurinn fer fram á Old Trafford í Manchester 6. júlí og úrslitaleikurinn á Wembley í Lundúnum 31. júlí.  Allir leikirnir verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu sjónvarps auk viðamikillar umfjöllunar í útvarpi og öðrum miðlum, og mun ná til knattspyrnuáhugafólks um allan heim, fleiri en nokkru sinni fyrr.  Aðrir leikstaðir en nefndir eru hér að framan eru þessir:

  • Brighton & Hove (Brighton & Hove Community Stadium)
  • London (Brentford Community Stadium & Wembley Stadium – final only)
  • Manchester (Manchester City Academy Stadium)
  • Milton Keynes (Stadium MK)
  • Rotherham (New York Stadium)
  • Sheffield (Bramall Lane)
  • Southampton (St Mary's Stadium)
  • Trafford (Old Trafford – opening game)
  • Wigan & Leigh (Leigh Sports Village)

Miðasala á leiki keppninnar fer að öllu leyti í gegnum miðasöluvef UEFA. 

Miðasöluvefur UEFA

Smellið hér að neðan til að skoða allt um EM 2020.  Dregið verður í umspilsleikina 5. mars næstkomandi.  Ísland hefur þegar tryggt sæti sitt í úrslitakeppninni - fjórða EM-úrslitakeppni A landsliðs kvenna í röð.

Allt um EM 2020 á vef UEFA