• fim. 11. mar. 2021
  • Landslið
  • U17 kvenna

Dregið í undankeppni EM 2021/22 hjá U17 kvenna

Dregið hefur verið í undankeppni EM 2021/22 hjá U17 kvenna og er Ísland í riðli með Norður Írlandi, Serbíu og Spáni.

Fyrirkomulagi keppninnar hefur verið breytt og er leikið með sama fyrirkomulagi og í Þjóðadeild UEFA. Tvær deildir eru í keppninni og er Ísland í A deild. Undankeppnin er eins og áður í tveimur hlutum, en það lið sem endar í neðsta sæti síns riðils í A deild fellur niður í B deild fyrir næsta hluta undankeppninnar. Þau sex lið sem vinna sína riðla í B deild komast upp í stað þeirra ásamt því liði í þeirri deild sem er með bestan árangur í öðru sæti.

Fyrsti hluti keppninnar verður leikinn á tímabilinu 1. ágúst til 14. nóvember, en innan tíðar ræðst það hvar riðill Íslands verður leikinn.

Þær sjö þjóðir sem vinna sína riðla í A deild í öðrum hluta undankeppninnar vinna sér inn sæti í lokakeppni EM 2022, en hún verður haldin í Bosníu og Hersegóvínu 3. -15. maí það ár.

Frekar upplýsingar um undankeppnina má finna á vef UEFA hér að neðan:

Vefur UEFA