• mán. 22. mar. 2021
  • Landslið
  • A karla

Undirbúningur hafinn í Düsseldorf

A landslið karla er komið til Düsseldorf í Þýskalandi og undirbúningur fyrir 500. leik liðsins frá upphafi er kominn á fullt, leik gegn Þjóðverjum í undankeppni HM 2022 á fimmtudag.  Sama dag mætast hin liðin í riðlinum, annars vegar Liechtenstein og Armenía, hins vegar Rúmenía og Norður-Makedónía.  Íslenska liðið æfði á mánudag og framundan eru æfingar og fundahöld undir stjórn nýs þjálfarateymis.  Leikurinn á fimmtudag fer fram á Schauinsland-Reisen Arena í Duisburg.

Leikurinn við Þjóðverja er fyrsti leikur íslenska liðsins af þremur í þessari mars útileikjatörn, en liðið mætir Armeníu 28. mars og Liectenstein 31. mars.

Nánar um A landslið karla og riðilinn