• þri. 23. mar. 2021
  • A kvenna
  • Landslið

A kvenna mætir Ítalíu í apríl

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

A landslið kvenna mætir Ítalíu í vináttuleik 13. apríl næstkomandi og fer leikurinn fram ytra. Tilkynnt verður um leikstað fljótlega.

Leikurinn verður sá fyrsti hjá A kvenna undir stjórn Þorsteins H. Halldórssonar. 

Ísland og Ítalía hafa mæst fimm sinnum og hefur Ísland unnið einn af þeim leikjum, tveir hafa endað með jafntefli og tveir með sigri Ítalíu. Liðin mættust síðast árið 2007 á Algarve Cup og endaði sá leikur með 2-1 sigri Ítalíu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands í leiknum.

Fyrri viðureignir

2007: Ítalía - Ísland 2-1 - Algarve Cup

2002: Ítalía - Ísland 0-0 - undankeppni HM 2003

2001: Ísland - Ítalía 2-1 - undankeppni HM 2003

2000: Ítalía - Ísland 1-0 - undankeppni EM 2001

1999: Ísland - Ítalía 0-0 - undankeppni EM 2001