• mið. 24. mar. 2021
  • Landslið
  • A karla

500. leikur A landsliðs karla

A landslið karla mætir Þýskalandi í Duisburg á fimmtudag, í fyrsta leik ársins og jafnframt 500. leik íslenska liðsins frá upphafi og af því tilefni munu leikmenn liðsins klæðast sérstökum jökkum undir þjóðsöngnum fyrir leikinn.  Þar með hefst undankeppni HM 2022, sem er öll leikin innan ársins 2021.  Ísland leikur þrjá útileiki í mars, síðan fimm heimaleiki í september og október og loks tvo útileiki í nóvember.  Að auki verða leiknir tveir vináttuleikir á útivelli  í júni, gegn Færeyingum og Pólverjum.  Allir leikir íslenska liðsins verða í beinni útsendingu á RÚV. 

Undankeppni HM 2022

Leikir A landsliðs karla á árinu.

Íslenski hópurinn æfir í Düsseldorf og Duisburg fyrir leikinn.  Upphaflega voru valdir 25 leikmenn í verkefnið, en tveir þeirra hafa dregið sig úr hópnum, þeir Björn Bergmann Sigurðarson og Gylfi Þír Sigurðsson, og telur leikmannahópurinn því 23.

Skoða hópinn sem var valinn

Ísland hefur tvívegis áður mætt Þýskalandi í A landsliðum karla og hefur einnig mætt liðum Austur- og Vestur Þýskalands.  Smellið hér að neðan til að skoða fyrri viðureignir.

Viðureignir við Þýskaland

Viðureignir við A-Þýskaland

Viðureignir við V-Þýskaland

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net