• lau. 27. mar. 2021
  • Landslið
  • A karla

Fjórða viðureignin við Armeníu

A landslið karla mætir Armeníu í undankeppni HM 2022 á sunnudag. Leikurinn fer fram í Yerevan og er þetta í fjórða sinn sem þessi lið mætast. Fyrstu viðureignirnar voru leikir í undankeppni EM 2020 þar sem liðin gerði markalaust jafntefli í Armeníu en ÍSland vann 2-0 sigur á Laugardalsvelli. Íslenska liðið hafnaði í 4. sæti riðilsins með 15 stig og fékk aðeins á sig 7 mörk í leikjunum tíu. Armenía hafnaði sæti neðar með 8 stig, en Frakkar, Úkraínumenn og Rússar voru í efstu þremur sætunum. Ísland og Armenía mættust svo aftur árið 2008 í vináttuleik á Möltu, þar sem íslenska liðið hafði betur og vann með tveimur mörkum gegn engu.

Í fyrstu umferð undankeppni HM beið Ísland lægri hlut gegn Þýskalandi í Duisburg, en Armenía vann eins marks sigur á Liechtenstein á Rheinpark í Vaduz. Þá vann Rúmenía 3-2 sigur á Norður-Makedóníu í hörkuleik. Þjóðverjar, Rúmerar og Armenar eru því með 3 stig eftir fyrstu umferðina.

Íslenska liðið æfði á þjóðarleikvanginum í Yerevan í dag, laugardag, og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd snjóaði hressilega. Leikurinn á sunnudag hefst kl. 16:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.

Smellið hér að neðan til að skoða nánar - undankeppni HM 2022, fyrri viðureignir, og fréttir af A landsliði karla.

Skoða nánar

Byrjunarliðið verður birt á samfélagsmiðlum KSÍ og hægt verður að fylgjast með gangi mála í leiknum þar, sem og á vef UEFA.

KSÍ á Facebook

KSÍ á Twitter

KSÍ á Instagram

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net