• mán. 29. mar. 2021
  • Landslið
  • U21 karla

U21 leikur síðasta leikinn í Györ á miðvikudag

U21 karla mætir Frakklandi á miðvikudag í síðasta leik sínum í riðlakeppni EM 2021.

Leikurinn, eins og aðrir leikir liðsins í riðlakeppninni, fer fram á Gyirmóti Stadion í Györ og hefst hann kl. 16:00 að íslenskum tíma. Á sama tíma mætast Danmörk og Rússland í hinum leik riðilsins. Danir eru í efsta sæti riðilsins með sex stig, Frakkar og Rússar eru bæði með þrjú og Ísland er án stiga. Íslenska liðið á enn möguleika á því að komast í 8-liða úrslit, en til þess þarf liðið að ná góðum úrslitum og vonast eftir því að Danir vinni Rússa.

Fjórir leikmenn liðsins munu ekki taka þátt í leiknum, en þeir Jón Dagur Þorsteinsson, Ísak Bergmann Jóhannesson, Willum Þór Willumsson og Sveinn Aron Guðjohnsen hafa verið kallaðir inn í hóp A karla fyrir leik liðsins gegn Liechtenstein.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á RÚV.