• þri. 30. mar. 2021
  • Landslið
  • A karla

A karla leikur í Vaduz á miðvikudag

A landslið karla mætir Liechtenstein í undankeppni HM 2022 á miðvikudag. Leikurinn fer fram á Rheinpark í Vaduz og verður þetta áttunda viðureign liðanna. Fjórum sinnum hefur Ísland fagnað sigri, tvisvar hafa liðin gert jafntefli og Liechtenstein hefur unnið einu sinni. Síðasta viðureignin var vináttuleikur á Laugardalsvelli í aðdraganda EM 2016 þar sem íslenska liðið vann 4-0 sigur.

Leikurinn á miðvikudag verður í beinni útsendingu á RÚV, en einnig má fylgjast með gangi leiksins á samfélagsmiðlum KSÍ eða á vef UEFA.

Skoða fyrri viðureignir

Mynd: Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net