• mið. 07. apr. 2021
  • Landslið
  • A karla

A karla mætir Mexíkó 30. maí

Uppfært: Leiknum var breytt 22. apríl.  Breytingin þýðir að nýr leiktími að íslenskum tíma er kl. 00:30 innan 30. maí, en á staðartíma í Arlington er leikurinn kl. 19:30 þann 29. maí.

A landslið karla mætir Mexíkó í vináttulandsleik í Bandaríkjunum 30. maí næstkomandi og leikur íslenska liðið því þrjá vináttuleiki í sumar – alla á útivelli, en áður hafði KSÍ staðfest leiki við Færeyjar 4. júní og við Pólland 8. júní. Um er að ræða afar mikilvæga leiki í undirbúningi íslenska liðsins fyrir haustið, þegar undankeppni HM 2022 heldur áfram.

Undankeppni HM 2022

Leikurinn við Mexíkó fer fram á AT&T leikvanginum í Arlington, Texas. Ísland og Mexíkó hafa mæst fjórum sinnum áður í vináttuleikjum og hafa allir leikirnir farið fram í Bandaríkjunum. Markalaust jafntefli var niðurstaðan í fyrstu tveimur leikjunum, en Mexíkó hefur haft sigur í þeim tveimur síðari.

Fyrri viðureignir við Mexíkó

Leikurinn í Færeyjum er fyrsti opinberi leikurinn á Þórsvelli eftir endurbætur. Leikurinn við Pólverja fer fram í Poznan og er liður í lokaundirbúningi pólska liðsins fyrir úrslitakeppni EM.

Sjá frétt um leikinn við Pólland

Sjá frétt um leikinn við Færeyjar