• fim. 08. apr. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

Undirbúningur í fullum gangi fyrir tvo leiki gegn Ítalíu

A kvenna mætir Ítalíu í tveimur vináttuleikjum í apríl og er undirbúningur í fullum gangi í Tirrenia.

Liðið mætti til Ítalíu og þriðjudag og æfir við frábærar aðstæður á æfingasvæði ólympíusambands Ítalíu í Tirrenia. Ísland og Ítalía mætast á laugardag og þriðjudag og fara báðir leiknir fram í Coverciano, en þar er æfingasvæði ítalska knattspyrnusambandsins staðsett. 

Ísland og Ítalía hafa mæst fimm sinnum og hefur Ísland unnið einn af þeim leikjum, tveir hafa endað með jafntefli og tveir með sigri Ítalíu. Liðin mættust síðast árið 2007 á Algarve Cup og endaði sá leikur með 2-1 sigri Ítalíu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands í leiknum.

Fyrri viðureignir

2007: Ítalía - Ísland 2-1 - Algarve Cup

2002: Ítalía - Ísland 0-0 - undankeppni HM 2003

2001: Ísland - Ítalía 2-1 - undankeppni HM 2003

2000: Ítalía - Ísland 1-0 - undankeppni EM 2001

1999: Ísland - Ítalía 0-0 - undankeppni EM 2001

Leikirnir

Ítalía - Ísland 10. apríl kl. 14:00

Ítalía - Ísland 13. apríl kl. 14:00