• fös. 09. apr. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

Dagný Brynjarsdóttir ekki með gegn Ítalíu

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Dagný Brynjarsdóttir mun ekki koma til móts við A kvenna fyrir vináttuleikina tvo gegn Ítalíu.

Dagný greindist með COVID-19 í prófi fyrir brottför frá Englandi, en fékk svo neikvætt úr samskonar prófi degi síðar líkt og allt lið West Ham.

Í ljósi þess að hún greindist jákvæð í fyrra prófinu mun hún vera í einangrun á Englandi. Því er ljóst að hún mun ekki koma til móts við liðið á Ítalíu og missir af báðum leikjunum. Ákveðið hefur verið að ekki verði annar leikmaður kallaður inn í hópinn í stað Dagnýjar.