• fös. 09. apr. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

Ísland mætir Ítalíu á laugardag

A kvenna mætir Ítalíu á laugardag í fyrri vináttuleik þjóðanna, en um er að ræða fyrsta leik liðsins undir stjórn Þorsteins H. Halldórssonar.

Leikurinn fer fram á Enzo Bearzot vellinum á æfingasvæði ítalska knattspyrnusambandsins í Coverciano og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá leiknum á Youtube rás KSÍ.

Youtube rás KSÍ

Liðin mætast í tveimur vináttuleikjum á Ítalíu, en seinni leikurinn fer fram þriðjudaginn 13. apríl. Sá verður leikinn á sama stað og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Ísland og Ítalía hafa mæst fimm sinnum og hefur Ísland unnið einn af þeim leikjum, tveir hafa endað með jafntefli og tveir með sigri Ítalíu. Liðin mættust síðast árið 2007 á Algarve Cup og endaði sá leikur með 2-1 sigri Ítalíu. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði mark Íslands í leiknum.

Fyrri viðureignir

2007: Ítalía - Ísland 2-1 - Algarve Cup

2002: Ítalía - Ísland 0-0 - undankeppni HM 2003

2001: Ísland - Ítalía 2-1 - undankeppni HM 2003

2000: Ítalía - Ísland 1-0 - undankeppni EM 2001

1999: Ísland - Ítalía 0-0 - undankeppni EM 2001

Hópurinn

Sandra Sigurðardóttir | Valur | 34 leikir

Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Örebro | 1 leikur

Telma Ívarsdóttir | Breiðablik

Hafrún Rakel Halldórsdóttir | Breiðablik

Elísa Viðarsdóttir | Valur | 38 leikir

Anna Björk Kristjánsdóttir | Le Havre | 43 leikir

Glódís Perla Viggósdóttir | Rosengard | 89 leikir, 6 mörk

Guðrún Arnardóttir | Djurgarden | 8 leikir

Guðný Árnadóttir | Napoli | 8 leikir 

Hallbera Guðný Gísladóttir | AIK | 117 leikir, 3 mörk

Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir | Breiðablik | 2 leikir

Sara Björk Gunnarsdóttir | Lyon | 136 leikir, 22 mörk

Andrea Rán Hauksdóttir | Le Havre | 10 leikir, 2 mörk

Dagný Brynjarsdóttir | West Ham | 90 leikir, 29 mörk

Berglind Rós Ágústsdóttir | Örebro | 1 leikur

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Orlando Pride | 76 leikir, 10 mörk

Alexandra Jóhannsdóttir | Eintracht Frankfurt | 10 leikir, 2 mörk

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir | Bayern Munich | 4 leikir, 1 mark

Berglind Björg Þorvaldsdóttir | Le Havre | 48 leikir, 6 mörk

Elín Metta Jensen | Valur | 54 leikir, 16 mörk

Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 33 leikir, 2 mörk

Sveindís Jane Jónsdóttir | Kristianstad | 5 leikir, 2 mörk

Hlín Eiríksdóttir | Pitea IF | 18 leikir, 3 mörk