• mán. 12. apr. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

Ísland mætir Ítalíu öðru sinni á þriðjudag

A kvenna mætir Ítalíu á þriðjudag í öðrum vináttuleik þjóðanna og fer hann fram í Coverciano í Flórens.

Liðin mættust á þriðjudag og endaði sá leikur með 1-0 sigri Ítalíu. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari liðsins, sagði á fjölmiðlafundi fyrir leikinn að búast mætti við einhverjum breytingum á byrjunarliðinu:

,,„Það eru allar heilar og það verða þónokkrar breytingar. Við verðum með 4-5 breytingar sýnist mér."

Þorsteinn er sáttur með að fá þetta verkefni fyrir liðið. ,,Það skiptir öllu máli að slípa liðið til og fá verkefni sem hjálpar til við að undirbúa okkur fyrir leikina sem skipta máli og telja. Í síðasta glugga hjá karlaliðunum var ekki auðvelt að fá 2-3 daga til að undirbúa sig fyrir verkefni í riðlakeppninni. Þetta hjálpar okkur mikið vonandi mikið í haust."