• þri. 13. apr. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

Jafntefli í seinni leiknum gegn Ítalíu

A kvenna gerði 1-1 jafntefli gegn Ítalíu í seinni leik liðanna, en leikið var í Coverciano í Flórens.

Ítalir byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir strax á fyrstu mínútu leiksins. Íslenska liðið vann sig hægt og bítandi inn í leikinn og lék vel. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fékk gott færi um miðjan fyrri hálfleik en skot hennar var varið. Það var svo á 40. mínútu sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir jafnaði metin með glæsilegu skoti.

Leikurinn var nokkuð jafn í síðari hálfleik, Ítalir voru ívið meira með boltann en íslenska liðið varðist vel og var fátt um færi. 1-1 jafntefli því staðreynd.