• mán. 26. apr. 2021
  • eFótbolti

Seinni umferð eEURO 2021 fer fram á mánudag

Íslenska landsliðið í efótbolta leikur á mánudag seinni umferð sína í undankeppni eEURO 2021.

Ísland er í riðli með Ítalíu, Portúgal, Englandi, Moldóvu og Norður Írlandi, en leikið er í PES. Leikmenn liðsins eru Aron Ívarsson, Muharram Emre Unal og Kristófer Baldur Sverrisson. Þjálfari liðsins er Evaldas Palikevicius.

Strákarnir léku í fyrri umferð undankeppninnar 29. mars og töpuðu þeir þar öllum leikjunum. Aðeins eitt lið fer áfram úr riðlinum í lokakeppnina, en liðið í 2. sæti fer í milliriðil þar sem keppt verður um sex laus sæti.

Leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport og á Twitch síðu KSÍ.

Twitch síða KSÍ

Leikir dagsins

Ísland - Norður Írland kl. 15:00

Ísland - Portúgal kl. 16:00

Ísland - Ítalía kl. 17:00

Ísland - Moldóva kl. 18:00

Ísland - England kl. 19:00