• þri. 27. apr. 2021
  • eFótbolti

Undankeppni eEURO 2021 lokið hjá Íslandi

Íslenska landsliðið í eFótbolta hefur leikið seinni umferð sína í undankeppni eEURO 2021.

Ísland var í riðli með Englandi, Ítalíu, Portúgal, Norður Írlandi og Moldóvu. Strákarnir töpuðu öllum sínum leikjum í fyrri umferðinni, en stóðu sig vel í þeirri seinni. Úrslit úr leikjum seinni umferðar má sjá hér að neðan.

Ísland - Norður Írland 1-1

Ísland - Portúgal 4-7

Ísland - Ítalía 0-9

Ísland - Moldóva 4-10

Ísland - England 2-3

Ljóst er að Portúgal hefur tryggt sér sæti í lokakeppninni, en Ítalía fer áfram í umspil um laus sæti þar.