• mið. 09. jún. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

Tveir leikir við Írland framundan

A landslið kvenna mætir Írlandi í tveimur vináttulandsleikjum á Laugardalsvelli næstu daga, sá fyrri er föstudaginn 11. júní og sá seinni þriðjudaginn 15. júní og er undirbúningur íslenska liðsins fyrir leikina í fullum gangi. Liðin hafa mæst fimm sinnum í gegnum tíðina. Ísland hefur unnið tvo leiki og þrír hafa endað með jafntefli.

Báðir leikirnir hefjast kl. 17:00 og báðir eru þeir í beinni útsendingu á miðlum Stöðvar 2 sports.  Allir miðar eru seldir á Tix.is og getur hver kaupandi mest keypt 4 miða. Miðaverð er kr. 2.000 (50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri).

Miðasala á leikina

Um fyrri viðureignir liðanna

Myndir:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.