• fös. 10. sep. 2021
  • Lög og reglugerðir

Ákvæði um fæðingarorlof í reglugerð um samninga kvenkyns leikmanna

Á fundi stjórnar KSÍ 9. september sl., samþykkti stjórn breytingar á reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga. Um ræðir nýjar greinar 15-19 í reglugerðinni og mikilvægar breytingar sem snúa m.a. að skuldbindingargildi samninga og samningsbrot félaga og samningsleikmanna, og sérstökum réttindum kvenkyns leikmanna, m.a. varðandi fæðingarorlof (lengd orlofs, greiðslur til leikmanns, brjóstagjöf, o.fl.).

Breytingarnar hafa verið unnar að höfðu samráði við Íslenskan toppfótbolta (ÍTF) og Leikmannasamtök Íslands og hafa verið í vinnslu síðan í nóvember 2020.  Ákvæði um samningsbrot, riftun samninga og viðurlög hafa verið aðlöguð íslenskum aðstæðum eins og kostur er, en ákvæði FIFA um fæðingarorlof kvenkyns leikmanna eru skyldubundin ákvæði sem taka til leikmanna á leikmannssamningum (professional players).  

Mikilvægt er að leikmenn sjálfir og félög sem hafa innan vébanda sinna leikmenn sem reglurnar taka til kynni sér efni þeirra og bregðist við með nauðsynlegum hætti gagnvart samningum sem gerðir verða. Ekki er síður mikilvægt að Leikmannasamtök Íslands kynni efnið leikmönnum sem falla munu undir ákvæðin.

Smellið hér að neðan til að skoða breytingarnar nánar og ítarlegar greinargerðir vegna breytinganna.

Skoða nánar