• fös. 10. sep. 2021
  • Mótamál
  • Lengjudeildin

KR og Afturelding upp í Pepsi Max deild kvenna

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR og Afturelding hafa tryggt sér sæti í Pepsi Max deild kvenna að ári.

Lokaumferð deildarinnar fór fram á fimmtudag þar sem KR lyfti Lengjudeildartitlinum og Afturelding tryggði sér sæti í Pepsi Max deild kvenna með 4-0 sigri gegn FH.

ÍA og Grótta falla hins vegar niður í 2. deild kvenna á meðan Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. og Fjölnir koma upp í Lengjudeildina.