• þri. 14. sep. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Miðasala á leik Íslands og Hollands

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Almenn miðasala á leik Íslands og Hollands hefst á fimmtudag kl. 12:00 á tix.is.

Á miðvikudag hefst forsala til þeirra einstaklinga sem keyptu ársmiða á undankeppni EM 2022, en þeir fá hlekk sendan á miðvikudagsmorgun úr miðasölukerfi Tix.

Leikurinn er fyrsti leikur Íslands í undankeppni HM 2023, en lokakeppnin fer fram í Ástralíu og á Nýja Sjálandi.

Miðasalan fer fram á tix.is, en finna má hana hér að neðan. Ekki verður krafist hraðprófa á þessum leik.

Miðasalan

Miðaverð
Verðsvæði 1 – 4.000 krónur – 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri
Verðsvæði 2 – 3.000 krónur – 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri
Verðsvæði 3 – 2.000 krónur – 50% afsláttur fyrir 16 ára og yngri