• fös. 17. sep. 2021
  • Landslið
  • U19 kvenna

U19 kvenna - Ísland mætir Frakklandi á laugardag

U19 kvenna mætir Frakklandi á laugardag í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022.

Leikið er í Serbíu og hefst leikurinn kl. 11:00. Hægt verður að fylgjast með beinni textalýsingu á vef UEFA.

Vefur UEFA

Ísland tapaði fyrsta leik sínum í undankeppninni 1-2 gegn Svíþjóð á meðan Frakkland vann 2-0 sigur gegn Serbíu. Lokaumferð riðilsins fer svo fram á þriðjudag, en þá mætir Ísland Serbíu.