• mán. 20. sep. 2021
  • Landslið
  • U19 kvenna

U19 kvenna - Ísland mætir Serbíu á þriðjudag

U19 kvenna mætir Serbíu á þriðjudag í síðasta leik sínum í undankeppni EM 2022.

Leikurinn hefst kl. 11:00 og verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu á vef UEFA.

Vefur UEFA

Liðin eru bæði án stiga eftir tvo leiki, en Ísland er þó með hagstæðari markatölu. Undankeppnin er eins og áður í tveimur hlutum, en það lið sem endar í neðsta sæti síns riðils í A deild fellur niður í B deild fyrir næsta hluta undankeppninnar.