• þri. 21. sep. 2021
  • Landslið
  • U19 kvenna

U19 kvenna - 2-0 sigur gegn Serbíu

U19 kvenna vann 2-0 sigur gegn Serbíu í síðasta leik sínum í fyrstu umferð undankeppni EM 2022.

Með sigrinum tryggði Ísland sér áframhaldandi veru í A deild í undankeppninni, en næsta umferð fer fram í vor. Þau sjö lið sem vinna sína riðla í A deild undankeppninnar í 2. umferð fara áfram í lokakeppnina, en hún verður haldin í Tékklandi næsta sumar. Dregið verður í næstu umferð í lok ársins, en upplýsingar um dagsetningu verða gefnar út á miðlum KSÍ þegar hún liggur fyrir.

Það voru þær Hildigunnur Ýr Bendiktsdóttir og Freyja Karín Þorvarðardóttir sem skoruðu mörk Íslands í leiknum.

Byrjunarliðið

Aldís Guðlaugsdóttir (M)

Ragna Sara Magnúsdóttir

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (F)

Mikaela Nótt Pétursdóttir

Sædís Rún Heiðarsdóttir

Hildur Lilja Ágústsdóttir

Dagný Rún Pétursdóttir

Írena Héðinsdóttir Gonzales

Andrea Rut Bjarnadóttir

Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Ólöf Sigríður Kristinsdóttir