• fim. 07. okt. 2021
  • Landslið
  • U19 kvenna

U19 kvenna - Ísland mætir Svíþjóð tvívegis í lok nóvember

U19 kvenna mætir Svíþjóð í tveimur vináttuleikjum í lok nóvember.

Leikirnir fara fram hér á landi 27. og 29. nóvember, en leikvellir verða tilkynntir síðar. Ísland endaði í 3. sæti síns riðils í fyrstu umferð undankeppni EM 2022. Liðið vann Serbíu 2-0, en tapaði 1-2 gegn Svíþjóð og 0-2 gegn Frakklandi.

Ísland leikur því áfram í efstu deild undankeppninnar þegar önnur umferð verður leikin í vor. Þau lið sem vinna sína riðla í vor fara áfram í lokakeppnina. Dregið verður í riðla síðar á þessu ári.