• mán. 08. nóv. 2021
  • A karla
  • Landslið

A karla komið til Rúmeníu

A landslið karla mætir Rúmeníu í Búkarest á fimmtudag í undankeppni HM 2022.  Íslenska liðið er komið til Rúmeníu og hefur hafið undirbúning sinn.  Um er að ræða næst síðasta leikinn í undankeppninni, en Ísland mætir síðan Norður-Makedóníu í Skopje 14. nóvember.

Þjóðverjar tróna á toppi riðilsins með 21 stig og eru öruggir með sætið í úrslitakeppninni í Katar á næsta ári.  Rúmenar eru í öðru sæti með 13 stig og standa vel að vígi í baráttunni um umspilssætið, Norður-Makedónar og Armenar eru með 12 stig.  Ísland er með 8 stig en eygir enn möguleika á 2. sætinu með tveimur sigrum í lokaumferðunum og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum.  Í neðsta sætinu er LIechtenstein með 1 stig.

Leikur Rúmeníu og Íslands á fimmtudag hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV.

Skoða riðilinn og leikina

Allt um undankeppnina á vef UEFA

Íslenski leikmannahópurinn