• fim. 11. nóv. 2021
  • Landslið
  • A karla

Markalaust jafntefli í Búkarest

A karla gerði markalaust jafntefli við Rúmeníu í undankeppni HM 2022, en leikið var í Búkarest.

Rúmenar voru töluvert meira með boltann allan leikinn, en þeir áttu í vandræðum með að skapa sér opin færi. Þau skot sem komu á markið voru öll varin auðveldlega af Elíasi Rafni Ólafssyni í íslenska markinu, en eitt skot endaði í stönginni. Íslenska liðið fékk nokkra ágætis möguleika til að skora, en líkt og Rúmenar, áttu þeir í vandræðum með að koma boltanum almennilega á markið.

Þetta var næstsíðasti leikur liðsins í undankeppninni, en Ísland mætir Norður Makedóníu í síðasta leiknum á sunnudag í Skopje. Ísland er nú í fimmta sæti riðilsins með níu stig á meðan Rúmenar eru í því þriðja með 14 stig.

Birkir Bjarnason jafnaði leikjamet A karla í kvöld þegar hann lék sinn 104 A landsleik, en Rúnar Kristinsson átti áður metið einn.

Byrjunarliðið

Elías Rafn Ólafsson (M)

Alfons Sampsted

Brynjar Ingi Bjarnason

Daníel Leó Grétarsson

Ari Freyr Skúlason

Birkir Bjarnason (F)

Albert Guðmundsson

Stefán Teitur Þórðarson

Ísak Bergmann Jóhannesson

Jón Dagur Þorsteinsson

Sveinn Aron Guðjohnsen