• lau. 13. nóv. 2021
  • A karla
  • Landslið

A karla mætir N-Makedóníu á sunnudag

A landslið karla mætir Norður-Makedóníu í lokaleik sínum í undankeppni HM 2022 á sunnudag.  Leikið er á National Arena Todor Proeski í Skopje og hefst leikurinn kl. 17:00 að íslenskum tíma, í beinni útsendingu á RÚV. 

Allir leikir riðilsins hefjast á sama tíma.  Þjóðverjar eru öruggir með efsta sætið og þar með sæti í úrslitakeppni HM 2022 í Katar, en baráttan um annað sætið er fyrst og fremst á milli Norður-Makedóníu og Rúmeníu, þó Armenía eigi enn tölfræðilega möguleika.  Ísland er með 9 stig og getur með sigri komist upp fyrir Armeníu, ef Armenar tapa sínum leik. 

Skoða riðilinn og leikina

Ísland og Norður-Makedónía hafa mæst fimm sinnum áður í A landsliðum karla.  Einu sinni hefur Ísland unnið sigur, einu sinni gerðu liðin jafntefli og N-Makedónar hafa unnið tvisvar.  

Skoða fyrri viðureignir