• sun. 14. nóv. 2021
  • Landslið
  • A karla

A karla - Byrjunarliðið gegn Norður Makedóníu

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Norður Makedóníu.

Leikurinn fer fram í Skopje í Norður Makedóníu og hefst hann kl. 17:00. Þetta er síðasti leikur liðsins í undankeppni HM 2022, en ljóst er að Ísland kemst ekki í lokakeppnina.

Tvær breytingar eru gerðar á liði Íslands frá leiknum gegn Rúmeníu. Guðmundur Þórarinsson og Birkir Már Sævarsson koma inn í byrjunarliðið fyrir Ara Frey Skúlason og Alfons Sampsted.

Byrjunarliðið

Elías Rafn Ólafsson (M)

Birkir Már Sævarsson

Brynjar Ingi Bjarnason

Daníel Leó Grétarsson

Guðmundur Þórarinsson

Birkir Bjarnason (F)

Albert Guðmundsson

Stefán Teitur Þórðarson

Ísak Bergmann Jóhannesson

Jón Dagur Þorsteinsson

Sveinn Aron Guðjohnsen