• sun. 14. nóv. 2021
  • Landslið
  • A karla

Tap í Norður Makedóníu

A karla tapaði 1-3 fyrir Norður Makedóníu í undankeppni HM 2022.

Þetta var síðasti leikur liðsins í undankeppninni og endar liðið í fimmta sæti riðilsins. Með sigrinum tryggði Norður Makedónía sér sæti í umspili fyrir lokakeppnina.

Heimamenn komust yfir eftir aðeins sjö mínútur og leiddu þeir því í hálfleik. Jón Dagur Þorsteinsson jafnaði metin á 54. mínútu eftir góða sendingu frá Birki Bjarnasyni. Norður Makedónum tókst hins vegar að skora tvö mörk í viðbót og 3-1 sigur heimamanna því staðreynd.

Birkir Bjarnason varð í dag leikjahæsti leikmaður A landsliðs karla þegar hann lék sinn 105 landsleik. Með því tók hann fram úr Rúnari Kristinssyni, sem lék 104 A landsleiki á sínum ferli.

Til hamingju Birkir!