• þri. 23. nóv. 2021
  • Landslið
  • U19 kvenna

Svíar hætta við Íslandsför U19 kvenna

Sænska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt KSÍ að hætt hafi verið við Íslandsför U19 landsliðs kvenna vegna stöðu Covid-faraldursins á Íslandi, en til stóð að U19 lið þjóðanna myndu mætast í tveimur leikjum síðar í mánuðinum.  Vonast er til þess að hægt verði að taka upp þráðinn og spila þessa tvo leiki á nýju ári.

Íslenska U19 liðið mun engu að síður koma saman og æfa, auk þess að spila æfingaleik við Breiðablik laugardaginn 27. nóvember kl. 11:00 á Kópavogsvelli (ath breyttan tíma).