• mið. 24. nóv. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

Ísland mætir Japan á fimmtudag

A landslið kvenna mætir Japan á fimmtudag í vináttuleik og fer leikurinn fram á Yanmar Stadium í Almere í Hollandi.

Leikurinn hefst kl. 18:40 að íslenskum tíma og verður streymt frá honum á Mycujoo síðu KSÍ og má finna hlekk inn á hana hér að neðan.

Mycujoo síða KSÍ

Liðið mætti til Almere á þriðjudag og tók létta æfingu við komu á svæðið. Þetta verður í fjórða sinn sem liðin mætast, en Japan hefur unnið allar þrjár viðureignirnar til þessa. Leikirnir þrír hafa allir verið á Algarve Cup, árin 2015, 2017 og 2018. 

Á föstudag ferðast liðið svo til Kýpur þar sem það mætir Kýpverjum á þriðjudag.