• þri. 30. nóv. 2021
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Byrjunarliðið gegn Kýpur

Mynd:  Knattspyrnusamband Kýpur.

Þorsteinn H. Halldórsson, landsliðsþjálfari A kvenna, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Kýpur.

Sex breytingar eru á byrjunarliðinu frá leiknum gegn Japan. Sandra Sigurðardóttir, Guðný Árnadóttir, Guðrún Arnardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir koma inn í liðið. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, Sif Atladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Elísa Viðarsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir setjast á bekkinn.

Leikurinn fer fram á AEK Arena í Larnaca og hefst hann kl. 17:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá honum á RÚV.

Byrjunarliðið

Sandra Sigurðardóttir (M)

Guðný Árnadóttir

Guðrún Arnardóttir

Glódís Perla Viggósdóttir

Hallbera Guðný Gísladóttir

Dagný Brynjarsdóttir

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (F)

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir

Sveindís Jane Jónsdóttir

Agla María Albertsdóttir

Berglind Björg Þorvaldsdóttir